As I pondered these things,

by Bláskjár

supported by
joba
joba thumbnail
joba Wonderful voice and music inspired by the mood. Takk fyrir °** Favorite track: Silkirein.
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $7 USD  or more

     

1.
2.
05:01
3.
4.
03:47
5.
03:07

about

"As I pondered these things," is Bláskjár´s debut EP.

This album is dedicated to my dearest Mom and Dad.

credits

released May 13, 2016

Songs by Bláskjár
Lyrics by Bláskjár, Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum and Stefán Ólafsson
Produced by Bláskjár and Einar Stefánsson
Recorded and mixed by Einar Stefánsson @ Studio Skerpla
Instrumentation by Bláskjár, Einar Stefánsson and Halldóra Ársælsdóttir
Electronic beats and soundscapes by Bláskjár
Mastered by Teitur Ingi Sigurðsson
Artwork by Bláskjár

tags

license

all rights reserved

about

Bláskjár Reykjavík, Iceland

Bláskjár is the alter ego and solo project of Icelandic composer Dísa Hreiðarsdóttir. Bláskjár´s music is best described as lyrical folk music where storytelling plays a big role. Bláskjár focuses on playing humble and lyrical music, straight from the heart, using soundscapes from the nature and electronic beats to twist things up. Blásjár willl release her debut EP in May 2016. ... more

contact / help

Contact Bláskjár

Streaming and
Download help

Redeem code

Track Name: Sjávarhljóð
Sjávarhljóð

Oft gekk ég hérna áður,
undi við hafsins nið,
kynlega fannst mér kveðið
klettasyllurnar við.

Stundum var eins og væri
vaggað barni í ró.
Einhver í ekka sárum
andann þunglega dró

Hrannir á hafi rísa,
hverfa í djúpin blá,
drynur við svarta sanda
súgurinn að – og frá.

Heyrðist mér stundum stigið
stefið í villtum dans.
Hrein gegnum hrjúfan sláttinn
hlátur örvita manns.

Hrannir á hafi rísa,
hverfa í djúpin blá,
drynur við svarta sanda
súgurinn að – og frá.

Heyrði ég klukkur hljóma
hátt yfir sollinn mar.
Særótið söngva rúnum,
sverfur klappirnar þar.

Hrannir á hafi rísa,
hverfa í djúpin blá,
drynur um svarta sanda
súgurinn að – og frá.
Track Name: Silkirein
Silkirein

Ég veit
Eina baugalínu,
Af henni tendrast vann
Eldheit
Ást í brjósti mínu, öll svo ég brann.
Bjartleit
Burtu hvarf úr rann.

Nú er ei hugurinn heima,
Nú er ei hugurinn heima
Því hana ei öðlast kann…

Mey brá
Mér fyrir hvarmasteina
Margri fyrr og síð,
Ei sá
Eg að heldur neina,
Er svo þætti fríð,
Fótsmá,
Fagurhent og þýð.

Nú er ei hugurinn heima,
Nú er ei hugurinn heima
Hún hvarf á samri tíð

Augnskær,
En á hörundið bjarta
Eins og mjöllin hrein,
Mjög nær
Mínu gekk hún hjarta,
Hýran af henni skein
Sú fær
Svalað geðinu ein.

Nú er ei hugurinn heima,
Nú er ei hugurinn heima
Því horfin er silkirein
Því horfin er silkirein
Horfin er silkirein
Track Name: Þegar þú fórst
Þegar þú fórst

Þú sagðir bless
og brostir til mín
Þú sagðist sáttur
og ég trúði því

Með tár í augum
ég kveð þig nú... í hinsta sinn

Gránar nú grund
þyngist mín lund
Grasið svart,
nú horfið er allt.

Það fór með þér
Þegar þú fórst.
Þegar þú fórst.
Þegar þú fórst.

Gránar nú grund
þyngist mín lund
Grasið er svart,
nú horfið er allt.

Það fór með þér
Þegar þú fórst.
Þegar þú fórst.
Þegar þú fórst.

Hluti af mér, fór með þér
Hlut´af þér býr í mér.
Track Name: Ég bíð
Ég bíð

Reyndu að skilja, mér gengur gott til
þú þarft að sýna styrk og vilja
þó lífið þér haldi hlekkjum í
þá birtir til á milli bylja.

Með brotna vængi
ég ber þig heim.
Bý um þig og lækna sárin.
Huga að þér
uns þú flýgur á ný.
Styrki þig og þerra tárin.

Bíð....bíð....bíð efir þér
Ég bíð...bíð...bíð eftir þér.

Leggðu aftur augun
og leyfðu mér nú
að hjúkra þér og við þig styðja.
Leggðu við hlustir ég lofa þér því
að það birtir til á milli bylja.

Bíð....bíð....bíð efir þér
Ég bíð...bíð...bíð eftir þér.
Track Name: Vögguljóð
Vögguljóð

Komdu elsku ástin mín
uppí hlýja rúmið
Ég skal ætíð fylgja þér
í dimma næturhúmið.
Ég skal ávallt fylgja þér
inní dimma næturhúmið.

Ég vona að þú sofir rótt
og dagsins amstri gleymir.
Sofir vært í alla nótt
og fagra drauma dreymi.
Sofðu rótt í alla nótt
og fagra drauma dreymi.

Þegar dagur rís á ný
bjartur hlýr og fagur
Forðastu öll ólguský
því þetta er þinn dagur.
Forðastu öll ólguský,
því þetta er þinn dagur.

Mundu alltaf ástin mín
að þó að illa gangi.
Þá mun ég alltaf gæta þín
Í mínu mjúka fangi.
Ég skal ætíð gæta þín
í mínu hlýja fangi.